Reunion á föstudag

Jæja þá fer að líða að þessu hjá okkur.

Þar sem enginn tók undir partyhald nema Halli (legg til að allir bjóði Halla upp á bjór á föstudaginn, ) þá var ákveðið að fella þann lið niður.
Þannig að það er mæting á föstudaginn í Húnabúð í skeifunni, 3ja hæð fyrir ofan Fönn, kl 8. Tekið verður á móti ykkur með fordrykk. Léttur matur verður svo á boðstólum klukkan 8:30. Allir að vera mættir þá. Munið að koma með ykkar eigin drykkjarföng, áfeng og óáfeng.
Þeir sem eiga góða party diska, endilega koma með þá. Við ætlum svo að vera með karton niður frá fyrir þá sem vilja koma með flottar myndir frá Öldó árunum. Þið takið svo bara myndirnar með ykkur heim aftur, eða nálgist þær hjá okkur seinna. Það kom einnig góð hugmynd frá einhverjum að þeir sem eru búnir að eignast barn, já eða börn, ættu að koma með myndir af sínum afkvæmum og sýna.

Held að það sé ekki meira í bili.
Sjáumst á föstudaginn!!!

Auglýsum eftir tónlist…

nema þið viljið hlusta á Bylgjuna allt kvöldið.

Endilega skrifið diska og komið með. Megið koma með I-pod en þá er hann líka á ykkar ábyrgð. Tónlistin sem við auglýsum eftir er sjálfsögðu frá gelgjuárunum.
Okkur finnst reyndar að diskóráðið frá þessum árum ætti að sjá um þessi mál. En í ráðinu voru (´97-´98):

Hrund Ýr, yfirplötusnúður
Díana Dögg Hreinsdóttir
Guðrún Breiðfjörð Pétursdóttir
Guðrún Helga Jónsdóttir
Haraldur Arnarson
Ólafur Már Ólafsson
Sandra Þóroddsdóttir
Sigríður Dóra Héðinsdóttir
Sigríður Ósk Fanndal

Spurning að yfir dj-inn hói sínu fólki saman 🙂

Kv Auður

Knús Hrund, get ekki hætt að stríða þér á þessu enda er þetta það allra fyndnasta!!

Auglýsum eftir fólki

Við höfum enn ekki haft uppá á fjölda fólks.
Berglind
Halli A
Ísak
Maggi
Marteinn
Siggi S

Ef einhver er í bandi við þau, eða veit símanúmer, netfang, láta okkur/þau vita. Það er algjört möst að allir viti nú af þessu.

Svo eru sumir sem hafa ekkert látið heyra í sér þrátt fyrir fjölda tölvupósta. Þið sem hafið aldrei svarað okkur, gerið það núna svo við vitum að þið eruð amk að fá póstana frá okkur 🙂

Jæja…

Nú er rétt rúm vika í endurfundina okkar góðu.

Við erum ekki alveg nógu ánægðar með innheimtuna hjá okkur.  Set því reikningsnúmerið hér líka og vona að peningarnir fari að streyma inn.

Munið þetta er fyrir salnum, matunum og starfmanni. Borga inn á reikning:0315-26-8209 kt: 260982 5759 (sandra). 4000krónur.

Verið duglega að láta í ykkur heyra og kíkja hér inn, verðum örgugglega duglegar að pósta síðustu dagana.

Kv Auður ritari